Nadía og netið Leyndarmál Nadíu
Nadía, níu ára, fær sinn fyrsta síma í afmælisgjöf. Á netinu kynnist hún Söru, vinkonunni sem hún þráði – skilningsríkri og góðri. En fljótlega þróast atburðarás sem Nadía ræður ekki við. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.
Nadía er níu ára og hugsar mikið um lífið og tilveruna. Henni finnst hún aðeins utanveltu. En svo hittir hún Söru á netinu. Sara er einmitt vinkonan sem hún þráði. Hún er góð, fyndin og skilur allt – ólíkt móður Nadíu. Það eina sem Nadía vill er að Söru líki vel við hana. Svo þegar Sara spyr hvort Nadía vilji ekki senda nokkrar myndir af sér, samþykkir hún það strax. Í byrjun gengur allt vel, en áður en Nadía veit af er komin af stað atburðarrás sem hún ræður ekki við. Bókaflokkurinn Nadía og netið eru fyrirbyggjandi lesning sem auðveldar börnum á aldrinum 6-14 ára og fullorðnum að eiga erfiðar en nauðsynlegar samræður um lífið á netinu.