Nadía og netið Leyndarmál Nadíu
Nadía, níu ára, fær sinn fyrsta síma í afmælisgjöf. Á netinu kynnist hún Söru, vinkonunni sem hún þráði – skilningsríkri og góðri. En fljótlega þróast atburðarás sem Nadía ræður ekki við. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.