Leyndarmálið

Forsíða bókarinnar

Frá höfundi metsölubókarinnar Bréfið kemur nú Leyndarmálið, áhrifarík og spennandi saga sem ekki er hægt að leggja frá sér. Mary á sér leyndarmál. Fyrir fjörutíu árum tók hún ákvörðun sem breytti lífi hennar um alla framtíð og olli straumhvörfum hjá manneskju sem er henni mjög kær. Frá höfundi Bréfsins, vinsælustu kilju landsins 2021.

Beth leitar að svörum. Hún hefur aldrei vitað sannleikann um uppruna sinn en nú getur það skipt sköpum fyrir veika barnið hennar. Þegar hún finnur fölnaða blaðaúrklippu í eigum móður sinnar áttar hún sig á því að lykilinn að framtíð sonar hennar er að finna í fortíð Beth sjálfrar. Hún verður að fara aftur á upphafsstað til að ljóstra upp um Leyndarmálið.