Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Litla kökuhúsið í París

Forsíða kápu bókarinnar

Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum …

Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum. Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja au revoir við hina ráðríku bræður sína.

Það var bara eitt vandamál. Kökugerðarmeistarinn í París var besti vinur eins bróðurins og þar að auki maður sem hún elskaði í laumi.

Það var því ekki bara girnilegt sætabrauð, fíngerðar makkarónur og glæsilegar tertur sem freistaði í litla kökuhúsinu í París …

Ummæli lesenda:

„Créme de la créme ljúflestrarkonfektsins.“

„Ég elskaði þessa bók.“

„Sannkallaður unaðslestur.“

„Enn einn gimsteinninn í þessari seríu.“