Limruveislan
Limruveislan er safn af snjöllum og fyndnum limrum sem flestar hafa orðið til á síðustu árum. Margar birtast hér í fyrsta sinn. Sannkölluð veisla fyrir limruunnendur. Að auki eru 30 bestu limrur allra tíma í bókinni. Ritstjóri bókarinnar er Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Þessi bók er sannkölluð veisla fyrir limruunnendur, hér er tínt saman á einn stað efni sem gleður hvern þann sem les.
Aftan við meginefni bókarinnar eru tveir viðaukar. Sá fyrri hefur að geyma þrjátíu áður birtar og landsþekktar limrur, þær sem að mati aðstandenda bókarinnar standa upp úr hvað varðar snilldartakta. Þeim fylgja textar þar sem reynt er að varpa örlitlu ljósi á höfundana og verk þeirra. Í seinni viðaukanum eru vel valdar limrur á ensku.
Limran er mjög vinsælt ljóðform bæði í Englandi og Bandaríkjunum og þar hafa orðið til mörg snilldarverkin.
Ritstjóri bókarinnar er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Hann er doktor í bragfræði og hefur um langt skeið kennt og samið fræðigreinar og kennslubækur um það efni.