Útgefandi: Almenna bókafélagið

Hetjur fyrri alda - Fjórar gleymdar fornsögur

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, handrita- og textafræðingur, hefur unnið til prentunar fjórar áður óaðgengilegar fornsögur, sem einungis eru til í handritum. Sögusviðið er fjölbreytt og sögurnar skemmtilegar. Rætur sumra þeirra ná langt aftur í aldir. Það er fengur í þessari bók fyrir alla sem unna fornsögum okkar Íslendinga.

Sólgeislar og skuggabrekkur

Margrét Ákadóttir leikkona er mörgum kunn. Hér segir hún frá viðburðaríku lífshlaupi sínu þar sem skipst hafa á skin og skúrir, eins og titill bókarinnar ber með sér. Margrét ræðir æskuárin í austurbæ Reykjavíkur en þau mörkuðust meðal annars af því að hún var dóttir eins umdeildasta stjórnmálamanns þjóðarinnar.