Niðurstöður

  • Almenna bókafélagið

Að drepa hermikráku

Að drepa hermikráku kom fyrst út í Bandaríkjunum undir heitinu To Kill a Mockingbird árið 1960 og hefur nú selst í yfir 40 milljónum eintaka. Höfundur bókarinnar, skáldkonan Harper Lee, hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir hana en bókin er afar áhrifamikil og frábærlega skrifuð þar sem kímni og alvarleiki renna saman í töfrandi frásögn.

Flug í ókyrru lofti

Þetta er sagan af því hvernig tókst að skapa nýtt Icelandair og breyta einu versta flugfélagi Evrópu í eitt það besta. Pétur J. Eiríksson sem stóð í hringiðunni í 28 ár segir hér opinskátt og hreinskilið frá því sem gerðist að tjaldabaki og gefur óvenjulega innsýn í rekstur Flugleiða, FL Group og síðan Icelandair Group.

Ofsóttur

Bill Browder snýr hér aftur í kjölfar metsölubókar sinnar, Eftirlýstur, með aðra hörkuspennandi bók sem lýsir því hvernig hann afhjúpaði viðleitni Pútíns til að stela og þvætta hundruð milljarða Bandaríkjadala frá Rússlandi – og að Pútín sé reiðubúinn að drepa hvern þann sem stendur í vegi fyrir honum.