Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Listasaga leikmanns

Listaannáll 1941–1968 eftir Kristján Sigurðsson póststarfsmann í Reykjavík

Forsíða bókarinnar

Á árunum 1941 til 1968 hélt Kristján ítarlegar dagbækur – nokkurs konar listaannál um myndlistarlífið í Reykjavík. Á því tímabili sá hann allar sýningar íslenskra og erlendra listamanna, skráði skoðanir sínar á þessum sýningum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra álitsgjafa við sýningum.