Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Litla bakaríið í Brooklyn

Forsíða kápu bókarinnar

Í litla bakaríinu í Brooklyn er rómantík í lofti innan um girnilegt úrval af kökum og sætabrauði.

Á hæðinni fyrir ofan býr Sophie Bennings, nýkomin til New York. Hún er alls ekki í rómantískum hugleiðingum eftir sársaukafull sambandsslit. Hún hellir sér út í nýja starfið á vinsælu tímariti þar sem hún skrifar um mat.

Þar hittir hún dálkahöfundinn Todd McLennan. Hann freistar – rétt eins og ljúffengu bollakökurnar í bakaríinu. Og á maður ekki einstöku sinnum að leyfa sér að smakka?

Þegar Sophie og Todd kynnast er ást á mat ekki eina ástríðan sem þau deila. Hefur Sophie loksins hitt draumaprinsinn í borginni sem aldrei sefur?

„Bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.“ – The Writing Garnet

„Einlæg, fyndin og dásamlega hlýleg.“ – Frankly, My Dear ...

„Ég elska þessa bók.“ – The Cosiest Corner