Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Litla bókin um blæðingar

  • Höfundur Sigga Dögg
Forsíða bókarinnar

Litla bókin um blæðingar er langt frá því að vera lítil, hún er yfirgripsmikil og fer vel yfir ólíkar túrvörur, hvernig þær virka, kosti og galla; algengar spurningar; tíðahringinn; tíðaverki; hvernig megi leita sér hjálpar og algengar mýtur. Bókin tekur tillit til allra kynja, horfir til umhverfissjónarmiða og fagnar fjölbreytileika.

Úff, að byrja á blæðingum! Og að bíða eftir því að byrja á blæðingum! Og að vera á blæðingum! Oh, bara þetta blæðingamál allt saman!

Ég kynni - fyrstu íslensku bókina um blæðingar byggða á rannsókn á reynslu og upplifunum þúsunda íslenskra túrvera af blæðingum og spurningum unglinga um land allt um blæðingar í kynfræðslu.

Litla bókin um blæðingar er langt frá því að vera lítil, hún er yfirgripsmikil og fer vel yfir ólíkar túrvörur, hvernig þær virka, kosti og galla; algengar spurningar; tíðahringinn; tíðaverki; hvernig megi leita sér hjálpar; algengar mýtur og tíðir í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Bókin tekur tillit til allra kynja, horfir til umhverfissjónarmiða og fagnar fjölbreytileika.

Litla bókin um blæðingar er hugsuð sem undirbúningur fyrir það að byrja á blæðingum og fyrir þessu fyrstu ár á blæðingum.

Ég skrifa þessa bók fyrir mig, fyrir þig, fyrir allt unga fólkið og það fullorðna líka sem vilja vita meira um blæðingar og fá svör við allskyns túrtengdum spurningum.