Litróf kennsluaðferðanna

Grundvallarrit fyrir kennara og kennaranema

Forsíða kápu bókarinnar

Handbók um helstu kennsluaðferðir, skrifuð fyrir kennara og kennaranema. Hefur að geyma yfirlit um tugi kennsluaðferða sem og leiðbeiningar um hvernig þeim er beitt. Í þessari nýju útgáfu hefur efnið verið aukið, endurskoðað og uppfært, m.a. í ljósi rannsókna á kennsluaðferðum sem fleygt hefur fram á undanförnum árum.

Bókin er í senn handbók og fræðirit, og lögð er sérstök áhersla á að benda lesendum á aðgengilegar heimildir og ítarefni þeim til glöggvunar. Henni fylgir sérstök vefsíða: www.litrofid.hi.is

Höfundarnir eru allir kennslufræðingar og hafa víðtæka reynslu af skólastarfi, kennslu á grunn-, framhalds- og háskólastigi, rannsóknum á kennsluháttum og ráðgjöf um þróun skólastarfs.