Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Loki 3: leiðarvísir fyrir prakkara að heimsyfirráðum

  • Höfundur Louie Stowell
  • Þýðandi Sólveig Sif Hreiðarsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Loki á í bölvuðu basli með að verða almennilegur. Hann er enn þá á jörðinni sem 11 ára strákur og í straffi hjá Óðni vegna þess að hann klippti hárið af ásynjunni Sif en núna lendir hann í alvarlegum vandræðum. Stendur Loki sig í þetta sinn eða tekur prakkarinn yfirráðin? Dásamlega fyndin bók með rætur í sagnaarfinum fyrir 8+