Höfundur: Louie Stowell

Loki: leiðarvísir fyrir prakkara í vanda

Loki er þekktur fyrir prakkarastrik og ekki gengur honum vel að sanna fyrir Óðni að hann geti hagað sér almennilega! Hér kemur önnur bókin í ritröðinni um Loka og dvölina á jörðinni sem Óðinn skikkaði hann til. Bráðskemmtileg og fyndin bók með rætur í menningararfinum. Fyrsta bókin um Loka og leiðangur hans kom út hér á landi árið 2022.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fyrsta bók Loki: leiðarvísir fyrir prakkara Louie Stowell Kver bókaútgáfa Loki er mikill prakkari en nú hefur hann gengið of langt! Óðinn sendir hann til jarðar sem 11 ára dreng sem þarf að læra að verða almennilegur – eða eyða eilífðinni með eitursnákum! Töfradagbók sem Loki þarf að halda byrjar í -3000 dyggðastigum en til að komast aftur heim í Ásgarð þarf hann að ná +3000 dyggðastigum! Getur Loki hætt að stríða?