Matreiðsla

Matvælabraut 2. og 3. þrep

Forsíða kápu bókarinnar

Gagnvirk vefbók þar sem síðari hluta matreiðslunáms, á 2. og 3. þrepi, eru gerð skil í máli og myndum. Annars vegar er um að ræða námsefni í aðferðafræði, hráefnisfræði og kalda eldhúsinu og hins vegar í fagfræði, matseðlafræði og eftirréttum.

Fjölmargar ljósmyndir og skýringarmyndbönd eru í bókinni sem auka skilning lesenda á mismunandi hráefnum og aðferðum. Höfundar eru kennarar við Menntaskólann í Kópavogi, sem er kjarnaskóli í matvælagreinum. Bókin getur einnig nýst sem uppsláttarrit fyrir útskrifaða matreiðslumenn.