Matreiðsla

Matvælabraut - 1. þrep

Forsíða bókarinnar

Vefbókin er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi matvælabrauta. Í henni er farið yfir helstu grunnatriði sem nauðsynleg eru fyrir áframhaldandi nám og starf í matreiðslu. Hún ætti enn fremur að gagnast öllu áhugafólki um matargerð og matvælaöryggi.

Vefbókin skiptist í nokkra meginkafla sem eru:

Matvælaöryggi, áhöld og hnífar, soð-, sósu- og súpugerð, hráefnisfræði, matreiðslu- og eldunaraðferðir og eftirréttargerð.

Bókin hefur að geyma fjölda mynda og myndbanda sem eru lýsandi fyrir efni bókarinnar auk orðskýringa og gagnvirkra verkefna.

Höfundarnir hafa allir kennt við matvælabraut Menntaskólans í Kópavogi.