Með frelsi í faxins hvin

Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni

Forsíða kápu bókarinnar

Hér segir frá Hermannni Árnasyni. Tamning hrossa og hestaferðir eru hugsjón hans og sum viðfangsefnin með ólíkindum s.s. vatnareiðin, stjörnureiðin og Flosareiðin þegar riðið var í spor Flosa og brennumanna frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum til að sannreyna þá reið sem farin var til að brenna inni heimilisfólk á Bergþórshvoli í Brennu-Njáls sögu.

Hermann hefur ekki vílað fyrir sér að ferðast einn um langan veg með 30-40 hross sem hann hefur kennt að elta sig. Dæmi eru um að hann hafi riðið 3000 kílómetra á einu sumri en oftast um 2000 og fylgja sömu hrossin honum allan tímann. Ekkert hefur getað stöðvað hann og hann á mikið eftir enn. Segja má að Hermann hafi verið fyrirmynd margra sem tekið hafa þátt í ferðum hans í gegnum árin og allir bera honum vel söguna.

Í bókinni er jafnframt fjallað um þá i hlið á hestamennsku Hermanns erlýtur að uppeldi og þjálfun hrossanna, umgengni hans við þau og hvers konar meðhöndlun.

Fásögnin er æviágrip að vissu marki. Hún spannar allmörg ár og lesendur kynnast mörgu hestafólki lífs og liðnu. Um 230 mannanöfn koma fyrir í bókinni og birtar eru yfir 300 myndir auk korta af ýmsum leiðum sem við sögu koma.