Með frelsi í faxins hvin
Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni
Hér segir frá Hermannni Árnasyni. Tamning hrossa og hestaferðir eru hugsjón hans og sum viðfangsefnin með ólíkindum s.s. vatnareiðin, stjörnureiðin og Flosareiðin þegar riðið var í spor Flosa og brennumanna frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum til að sannreyna þá reið sem farin var til að brenna inni heimilisfólk á Bergþórshvoli í Brennu-Njáls sögu.