Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Menn Pútíns

Hvernig KGB tók völdin í Rússlandi og bauð síðan Vesturlöndum byrginn

  • Höfundur Catherine Belton
  • Þýðandi Elín Guðmundsdóttir
Forsíða bókarinnar

Þessi marglofaða bók geymir afhjúpandi frásögn af endurreisn KGB, rússnesku leyniþjónustunnar, valdatöku Pútíns og hvernig illa fengið rússneskt fé hefur grafið undan Vesturlöndum. Höfundur bókarinnar er fyrrverandi fréttaritari Financial Times í Moskvu og rannsóknarblaðamaður.

Með leynilegum viðtölum við marga úr innsta hring ráðamanna í Rússlandi dregur Catherine Belton upp sannferðuga mynd af því hvernig Pútín og menn hans hreiðruðu um sig – náðu tökum á stórum einkafyrirtækjum, stjórnuðu atvinnulífinu í eigin þágu, sópuðu til sín billjónum, máðu út mörk milli glæpahringa og pólitísks valds, þögguðu niður í andstæðingum og notuðu auð sinn og völd til að auka áhrif sín á Vesturlöndum.

„Meistaraverk ... Bók ársins!“ New Statesman

„Framúrskarandi“ – Sunday Times

„Það er allt fullt af bókum um Rússlands samtímans ... Bók Beltons tekur þeim öllum fram ... Besta og mikilvægasta bókin um Rússland Pútíns ... Hrollvekjandi lestur.“ – The Times

„Vægðarlaus og sannfærandi. Maður verður gersamlega agndofa af sumu sem sagt er frá ... Þetta er frábær bók.“ – Observer

„Óttalaus og hrífandi lýsing ... Stundum er eins og maður sé að lesa skáldsögu eftir John le Carré ... Algert brautryðjandaverk, nákvæm og vandvirk rannsókn þar sem valdaklíka Pútíns er krufin.“ – Guardian

„Bók sem allir verða að lesa.“ Sunday Times