Höfundur: Elín Guðmundsdóttir

Daladrungi

Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aðeins ein áhætta Simona Ahrnstedt Ugla Ambra Winter er blaðamaður. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að ...
Aðeins eitt leyndarmál Simona Ahrnstedt Ugla Isobel Sørensen er umhyggjusamur læknir. Hjálparsamtökin sem hún á aðild að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Hinn stórauðugi Alexander de la Grip, sem Isobel hafði einu sinni sagt að fara til fjandans, er hættur að styrkja samtökin. Önnur skáldsaga Simonu Ahrnstedt í syrpu ástarsagna úr nútímanum — um sterkar konur, æsilegt ráðabrugg og ásta...
Daladrungi Viveca Sten Ugla Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.
Erfinginn Camilla Sten Ugla Amma Eleanor er myrt með hrottafengnum hætti. Í kjölfarið fær hún að vita að amma hennar hefur arfleitt hana að afskekktu sveitasetri. Þegar hún skoðar setrið koma upp á yfirborðið gömul leyndarmál og ýmsar spurningar vakna. Eleanor reynir að ráða í gáturnar en einhver er staðráðinn í að koma í veg fyrir að hún fái spurningum sínum svarað.
Hafsfólkið I-III Camilla Sten og Viveca Sten Ugla Þrjár bækur í pakka – Hyldýpið, Sæþokan og Maurildi. Æsispennandi þríleikur þar sem aðalsöguhetjan Tuva berst gegn illum öflum sem leynast undir yfirborði sjávar í sænska skerjagarðinum. Magnaðar ungmennabækur eftir sænsku mæðgurnar Camillu og Vivecu Sten sem fengið hafa frábærar viðtökur.
Helkuldi Viveca Sten Ugla Fyrsta bókin í nýrri glæpaseríu eftir Vivecu Sten, höfund hinna vinsælu Sandhamn-bóka. Frosið lík finnst í skíðalyftu í Åre. Ýmislegt bendir til morðs og jafnvel að fleiri morð séu í vændum. Stormur er í aðsigi og lögreglan má engan tíma missa við lausn morðgátunnar. Hve mörg verða fórnarlömbin áður en sannleikurinn lítur dagsins ljós?
Hún á afmæli í dag Anders Roslund Ugla Fimm rauð kerti á köku. Zana hlakkaði til og það hvarflaði ekki að henni að í lok dags yrði allt breytt. Það eina sem hún óskaði sér var að syngja: „Hún á afmæli í dag!“ Þegar lögreglumaðurinn Ewert Grens kemur í íbúðina fyllir óþefur vit hans. Hann á aldrei eftir að gleyma því sem blasir við honum. Tveimur áratugum síðar kemur hann aftur í sö...
Í leyndri gröf Viveca Sten Ugla Mannabein finnast á lítilli eyju norður af Sandhamn í sænslka skerjagarðinum. Grunsemdir vakna um að þetta séu líkamsleifar tveggja kvenna sem hurfu sporlaust fyrir tíu árum. Thomas Andersson tekur við rannsókn málsins og Nora Linde vill leggja sitt af mörkum. Þá reynir á samband æskuvinanna – og ekki síst þegar farið er að róta í gömlum leyndar...
Menn Pútíns Hvernig KGB tók völdin í Rússlandi og bauð síðan Vesturlöndum byrginn Catherine Belton Ugla Þessi marglofaða bók geymir afhjúpandi frásögn af endurreisn KGB, rússnesku leyniþjónustunnar, valdatöku Pútíns og hvernig illa fengið rússneskt fé hefur grafið undan Vesturlöndum. Höfundur bókarinnar er fyrrverandi fréttaritari Financial Times í Moskvu og rannsóknarblaðamaður.
Orrustan um Salajak Jarmalandskrónikan 1 Johan Theorin Ugla Í fjallakastalanum Salajak, langt norður í landi, vakna vættirnar og breiða út vængi sína eftir langan vetrardvala. Þær hungrar í kjöt, ferskt kjöt ... Á sama tíma strjúka þrír bræður að heiman til að ganga til liðs við árásarherinn sem á að stöðva vættina og binda enda á illvirki þeirra. Fyrsta bókin af fjórum í Jarmalandskrónikunni eftir spenn...
Síðasti naglinn Stefan Ahnhem Ugla Kim Sleizner komst til æðstu metorða í dönsku lögreglunni með óheiðarlegum hætti og hefur ítrekað misbeitt valdi sínu. Mánuðum saman hefur lögreglukonan Dunja Hougaard stýrt leynilegri rannsókn á Sleizner og er nú reiðubúin að láta til skarar skríða. En hinum megin Eyrarsundsins fær sænski lögreglumaðurinn Fabian Risk skilaboð sem setja strik í ...
Velkomin heim Ninni Schulman Ugla Einn síðsumardag í Hagfors fær blaðakonan Magdalena Hansson boð um að hitta gamla bekkjarfélaga úr grunnskóla. Ætlunin er að dvelja í kennarabústaðnum eins og þau gerðu eina helgi í 9. bekk. Við endurfundina virðast allir falla í gamalt mynstur og fljótlega kemur upp á yfirborðið óuppgerð misklíð. Um kvöldið finnst einn bekkjarfélaginn dáinn ...