Miðsvetrarblót
Á brennuöld verður galdramaður logunum að bráð en hefndin nær langt út fyrir gröf og dauða. Þrjú hundruð árum síðar ætlar rapparinn Toggi að verja jólunum með fjölskyldunni en draugar fortíðarinnar og hryllileg öfl leggja á þau skelfingu sem ekkert þeirra hefði órað fyrir. Hrollvekjandi og nútímaleg fjölskyldusaga sem heldur þér í heljargreipum.