Mín er hefndin
Þegar Bergþóra í Hvömmum finnur lík á víðavangi sér hún strax að maðurinn hefur verið myrtur. Hún veit að ýmsir báru heiftarhug til hans eftir réttarhöld þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu. Sjálfstætt framhald af Þegar sannleikurinn sefur.