Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

ADHD í stuttu máli

Lykillinn að skilningi og þroska

Aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi. Hér útskýrir hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr. Edward M. Hallowell, vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning.

Fjórar vikur – fjögur ráð

Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn

Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykurbyltingarinnar sem sló í gegn 2023. Hún sýnir hvernig er hægt að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu til muna. Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blóðsykursbyltingin Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu Jessie Inchauspé Forlagið - Vaka-Helgafell Með því að ná stjórn á blóðsykrinum má bæta andlega og líkamlega heilsu sína umtalsvert, því sykursveiflur hafa mikil áhrif á líkamann og geta ráðið úrslitum um þróun alvarlegra sjúkdóma. Hér gefur „glúkósagyðjan“ Jessie Inchauspé tíu einföld og aðgengileg hollráð til þess að jafna blóðsykurinn – án þess að hætta að borða það sem manni þykir best!
Borð fyrir einn – allan ársins hring Nanna Rögnvaldardóttir Forlagið - Iðunn Að elda fyrir einn – girnilegan, hollan og góðan mat af öllu tagi – er auðveldara en margir halda. Hér eru allar uppskriftir ætlaðar fyrir einn, hvort sem um er að ræða hversdagsrétti eða veislumat, pottrétti og súpur, kjötrétti, fiskrétti eða grænmetisrétti, eftirrétti, kökur eða meðlæti. Bók sem kemur sér afar vel fyrir einbúa – og aðra líka.
Countdown to Christmas Festive Icelandic recipes and lore Nanna Rögnvaldardóttir Forlagið - Iðunn Desember á Íslandi: Jólaljósin leiftra og jólasveinarnir birtast einn af öðrum. Matarhefðir setja sterkan svip á undirbúning hátíðarinnar og í þessari fallegu bók eru dagarnir til jóla taldir með uppskriftum og frásögnum af girnilegum jólamat og bakkelsi. Bókin er á ensku og kjörin fyrir erlenda vini og gesti sem vilja kynnast íslenskum jólahefðum.
Valskan Nanna Rögnvaldardóttir Forlagið - Iðunn Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma en náttúran grípur í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa og harðindum en líka sú sem býr innra með henni og kveikir ástríðu og losta. Frásögnina byggir höfundur á lífi formóður sinnar og fléttar saman heimildum og skáldskap svo úr verður grípandi saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir.