Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Móðurást: Draumþing

Forsíða kápu bókarinnar

Á sinn einstaka hátt heldur Kristín hér áfram að segja skáldaða sögu Oddnýjar Þorleifsdóttur langömmu sinnar á ofanverðri nítjándu öld. Oddný er á fimmtánda ári en rígheldur í bernskuna. Jónsmessugleði Setselju frænku hennar opnar augu hennar fyrir seiðandi heimi fullorðinna kvenna. Fyrsta bindi sögunnar, Oddný, hlaut Fjöruverðlaunin 2024.