Móðurást: Sólmánuður

Forsíða kápu bókarinnar

Einstakir töfrar leika um skáldaða frásögn höfundar af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er þriðja bókin í verðlaunaflokknum. Systurnar Oddný og Setselja eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það verður stúlku um megn er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.