Múmínsnáðinn – hvar ertu?
Flipabók
Ef þú hefur enn ekki hitt Múmínálf áttu ævintýri í vændum ... Það er komið að skemmtilegu lautarferðinni í Múmíndal. En hvar er Múmínsnáðinn? Lyftið flipunum og hjálpið Míu litlu, Múmínmömmu, Múmínpabba og vinum þeirra að leita að Múmínsnáðanum. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.