Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

My My! – ABBA í áranna rás

Forsíða kápu bókarinnar

Árið 1974 hófst nýr kafli í poppsögunni þegar hljómsveitin ABBA skaust upp á stjörnuhimininn með „Waterloo“, sigurlagi sínu í Júróvison-söngvakeppninni. Hálfri öld síðar er þessi sænska undrahljómsveit vinælli en nokkru sinni – og heldur áfram að heilla fólk með sínum sígildu lögum, söngleikjum, bíómyndum, minjasöfnum og sýndarveruleika.

Í þessari bók er rakinn ferill þessarar einstöku hljómsveitar með því að segja söguna á bak við bestu og þekktustu lög hennar. Bókin er sannkölluð veisla fyrir alla ABBA-aðdáendur – og lesendur munu örugglega taka undir orð höfundar að lestri loknum: Thank You For The Music!

Giles Smith er breskur rithöfundur og tónlistaraðdáandi.

„Yndisleg bók – jafn geislandi, björt og hressandi og ABBA-smellur!“ – Daily Mail

„Snjöll, fyndin og hrífandi bók.“ – Sunday Times