Höfundur: Helgi Ingólfsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bókafárið mikla Tom Sharpe Ugla Rithöfundurinn Peter Piper er sannfærður um eigin snilli en gengur illa að fá gefna út sína fyrstu bók. Dag einn fær hann tilboð sem hann getur ekki hafnað. Honum býðst gegn ríflegri greiðslu og loforði um útgáfu eigin verka að gerast staðgengill höfundar, sem vill ekki láta nafn síns getið, að svæsinni skáldsögu sem slær í gegn á heimsvísu.
Föli skúrkurinn Philip Kerr Bókaútgáfan Sæmundur Berlín 1938. Í hitamollu síðsumars stefnir Evrópa í stórstyrjöld en í skugga þeirra stórviðburða gengur laus í Berlín fauti sem drepur eingöngu ljóshærðar og bláeygar táningsstúlkur. Einkaspæjarinn Bernie Gunther álpast á slóðir glæpamanna jafnt sem Gestapohrotta. „... einfaldlega uppáhalds spennusagnahöfundurinn minn.“ (Egill Helgason).
Helköld illska Quentin Bates Ugla Lögregluforinginn Gunnhildur trúir ekki á tilvist drauga. En þegar samstarfsmaður hennar telur sig hafa séð mann sem var úrskurðaður látinn fyrir fimmtán árum renna á hana tvær grímur. En hvort sem um er að ræða draug eða mann af holdi og blóði er þessi sýn ekki góðs viti.
Konan sem í mér býr Britney Spears Ugla Konan sem í mér býr er hugrökk og ótrúlega áhrifamikil saga um frelsi, frægð, móðurhlutverkið, það að komast lífs af, trú og von. Í júní 2021 fylgdist allur heimurinn með Britney Spears í dómsal. Það hafði mikil áhrif þegar hún deildi rödd sinni – sínum sannleika – og það breytti lífshlaupi hennar og lífi ótal annarra.
Tjaldið fellur Síðasta mál Poirots Agatha Christie Ugla Vinirnir Hercule Poirot og Hastings eru komnir á Styles-setur þar sem þeir leystu sína fyrstu morðgátu. Bæði Poirot og Styles-setrið hafa séð betri daga. En þótt Poirot sé kominn í hjólastól vegna liðagigtar eru „litlu gráu sellurnar“ hans enn í fullu fjöri. Hann veit að einn gestanna er fimmfaldur morðingi sem hyggur á enn eitt morðið ...