Mýrin

Forsíða kápu bókarinnar

Þessi sívinsæla bók Arnaldar Indriðasonar markaði tímamót þegar hún kom út árið 2000; fyrsta íslenska glæpasagan sem náði verulegri hylli heima og erlendis og hefur haldið gildi sínu alla tíð. Hér fæst lögregluþríeykið Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg við erfitt sakamál sem teygir anga sína inn í myrka fortíð. Katrín Jakobsdóttir ritar eftirmála.