Höfundur: Arnaldur Indriðason

Mýrin

Þessi sívinsæla bók Arnaldar Indriðasonar markaði tímamót þegar hún kom út árið 2000; fyrsta íslenska glæpasagan sem náði verulegri hylli heima og erlendis og hefur haldið gildi sínu alla tíð. Hér fæst lögregluþríeykið Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg við erfitt sakamál sem teygir anga sína inn í myrka fortíð. Katrín Jakobsdóttir ritar eftirmála.

Tál

Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem sinnir fylgdarþjónustu. Eiginkona hans snýr sér til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, og fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita sannleikans. Viðburðarík hörkusaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ferðalok Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Næstu daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal. Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar. Magnað og óvænt verk frá meistara Arnaldi.
Kyrrþey Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkja hans lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.
Kyrrþey Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti, og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.
Sigurverkið Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Söguleg skáldsaga sem gerist syðst á Vest­fjörðum og í Kaup­manna­höfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það er undirselt. Sagna­meist­ar­inn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raun­veru­legum atburðum og persónum sem stíga...
Sigurverkið Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Söguleg skáldsaga sem gerist á Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það verður að lúta. Sagnameistarinn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raunverulegum atburðum og persónum sem stíga fram á sviðið í trúverðugri og mergjaðri sögu.
Sæluríkið Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Mögnuð og áleitin saga um brostna drauma, kalda grimmd og fólk sem á stórra harma að hefna. Líkfundur við Hafravatn hleypir af stað óvæntri atburðarás og upprifjun gamalla frétta og sakamála verður til þess að heiftúðugt andrúmsloft kaldastríðsáranna leitar á huga Konráðs sem var lengi í lögreglunni. Geysivel fléttuð bók frá meistara glæpasögunnar.
Þagnarmúr Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð í vegg. Konráð er hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn.