Höfundur: Arnaldur Indriðason

Kyrrþey

Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti, og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kyrrþey Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkja hans lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.
Sigurverkið Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Söguleg skáldsaga sem gerist syðst á Vest­fjörðum og í Kaup­manna­höfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það er undirselt. Sagna­meist­ar­inn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raun­veru­legum atburðum og persónum sem stíga...
Sigurverkið Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Söguleg skáldsaga sem gerist á Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það verður að lúta. Sagnameistarinn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raunverulegum atburðum og persónum sem stíga fram á sviðið í trúverðugri og mergjaðri sögu.
Sæluríkið Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Mögnuð og áleitin saga um brostna drauma, kalda grimmd og fólk sem á stórra harma að hefna. Líkfundur við Hafravatn hleypir af stað óvæntri atburðarás og upprifjun gamalla frétta og sakamála verður til þess að heiftúðugt andrúmsloft kaldastríðsáranna leitar á huga Konráðs sem var lengi í lögreglunni. Geysivel fléttuð bók frá meistara glæpasögunnar.
Þagnarmúr Arnaldur Indriðason Forlagið - Vaka-Helgafell Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð í vegg. Konráð er hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn.