Myrkrið milli stjarn­anna

Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Vinir og fjölskylda hafa ráð á reiðum höndum en ekkert þeirra fær að heyra söguna alla; um leyndarmálin sem hrannast upp og stigmagnast, og myrkrið sem er ólíkt öðru myrkri. Hildur Knútsdóttir er þekkt fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarn­anna er fyrsta hrollvekja hennar fyrir fullorðna.