Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Myrkrið milli stjarn­anna

Forsíða bókarinnar

Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Vinir og fjölskylda hafa ráð á reiðum höndum en ekkert þeirra fær að heyra söguna alla; um leyndarmálin sem hrannast upp og stigmagnast, og myrkrið sem er ólíkt öðru myrkri. Hildur Knútsdóttir er þekkt fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarn­anna er fyrsta hrollvekja hennar fyrir fullorðna.