Höfundur: Hildur Knútsdóttir

Hrím

Hætturnar leynast víða á annars konar Íslandi þar sem mannfólk deilir landinu með risavöxnum dýrum, ekki síst á veturna þegar hrímsvelgirnir koma niður af hálendinu. Líf Jófríðar umturnast þegar hún þarf að velja á milli tveggja stráka og ábyrgðin á velferð Mývatnsskarans hvílir skyndilega á hennar herðum. Ævintýraleg þroskasaga um ástir og örlög.

Urðarhvarf

Spennandi saga sem heldur lesanda í heljargreipum. Eik tilheyrir hópi sjálfboðaliða sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í skjól. Við Urðarhvarf situr hún fyrir læðu með kettlingahóp þegar skyndilega birtist skrímsli úr fortíðinni sem rótar upp óþægilegum minningum. Skepna sem Eik hafði talið sjálfri sér trú um að væri bara hugarburður.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Myrkrið milli stjarnanna Hildur Knútsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Vinir og fjölskylda hafa ráð á reiðum höndum en ekkert þeirra fær að heyra söguna alla; um leyndarmálin sem hrannast upp og stigmagnast, og myrkrið sem er ólíkt öðru myrkri. Hildur Knútsdóttir er þekkt fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarn­anna er f...
Nú er nóg komið! Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir Forlagið - JPV útgáfa Þó að Vigdís Fríða þurfi að húka heima í sóttkví má alltaf finna sér verkefni, svo sem að reka sjoppu eða njósna um nágranna sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Spennandi og sprenghlægilegt sjálfstætt framhald Hingað og ekki lengra! sem var tekið fagnandi, bæði af ungum lesendum og gömlum gagnrýnendum.
Urðarhvarf Hildur Knútsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Spennandi saga sem heldur lesanda í heljargreipum. Eik tilheyrir hópi sjálfboðaliða sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í skjól. Við Urðarhvarf situr hún fyrir læðu með kettlingahóp þegar skyndilega birtist skrímsli úr fortíðinni sem rótar upp óþægilegum minningum. Skepna sem Eik hafði talið sjálfri sér trú um að væri bara hugarburður.