Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Njála

  • Höfundur Brynhildur Þórarinsdóttir
  • Myndir Margrét E. Laxness
Forsíða bókarinnar

Sagan af Gunnari á Hlíðarenda, Hallgerði langbrók og fleiri fornum söguhetjum hefur lifað með þjóðinni öldum saman. Hér hefur Njála verið gerð aðgengileg fyrir börn og unglinga í knappri og auðlæsilegri endursögn. Í bókinni eru að auki fróðleiksmolar um Njálu, sögusvið hennar og sögutímann.