Höfundur: Brynhildur Þórarinsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Ljósaserían Dularfulla hjólahvarfið | Brynhildur Þórarinsdóttir | Bókabeitan | Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu. Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur? Myndir eftir Elínu Elísabetu. |
Njála | Brynhildur Þórarinsdóttir | Forlagið - Mál og menning | Sagan af Gunnari á Hlíðarenda, Hallgerði langbrók og fleiri fornum söguhetjum hefur lifað með þjóðinni öldum saman. Hér hefur Njála verið gerð aðgengileg fyrir börn og unglinga í knappri og auðlæsilegri endursögn. Í bókinni eru að auki fróðleiksmolar um Njálu, sögusvið hennar og sögutímann. |
Smáralindar-Móri | Brynhildur Þórarinsdóttir | Forlagið - Mál og menning | Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað! |