Norm
Norm er breskur strákur sem er alinn upp innan um bækur. Dag einn heldur hann til Íslands í leit að fornbók – sömu bók og foreldrar hans voru að leita að þegar þau hurfu fyrir einhverjum árum. Myndlýstur hryllingur í bundnu máli – fyrir þá sem þora!
Blær Guðmundsdóttir (f. 1973) er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður.
Hún sendi frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum, árið 2019. Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.