Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Nornasaga - Hrekkjavakan

Forsíða kápu bókarinnar

Fyrsta bókin af þremur í æsispennandi þríleik um Kötlu sem opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni.

Katla opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni.

Ævaforn norn, Gullveig að nafni, smýgur í gegn, uppfull af hefndarþorsta. Tjörnin fyllist af sæskrímslum og nornin hneppir landsmenn í álög, heldur Fullveldishátíð og gerir Hallgrímskirkju að höll sinni – svo fátt eitt sé nefnt.

Til að bjarga heiminum þarf Katla að:

– koma norninni burt áður en hún rústar landinu

– bjarga vini sínum Mána áður en það verður of seint

– aflétta bölvun Gullveigar áður en mannheimur ferst og tíminn er naumur ...