Höfundur: Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Njála hin skamma

Þessi myndabók byggist á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njáls sögu, sem rituð var seint á þrettándu öld en lýsir atburðum sem gerðust þrjú hundruð árum fyrr. Njáls saga er æsispennandi örlagasaga sem hverfist m.a. um ást, öfund, vinskap, svik, forlagatrú, hefnd, hetjudáðir, sæmd, lagaklæki og sættir. Einnig fáanleg á ensku.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Nornasaga - Hrekkjavakan Kristín Ragna Gunnarsdóttir Bókabeitan Fyrsta bókin af þremur í æsispennandi þríleik um Kötlu sem opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni.
Nornasaga - Hrekkjavakan Kristín Ragna Gunnarsdóttir Bókabeitan Fyrsta bókin af þremur í æsispennandi þríleik um Kötlu sem opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni.
Nornasaga - Þrettándinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir Bókabeitan Lokabók í æsispennandi þríleik!
Tarotspil norrænna goðsagna Kristín Ragna Gunnarsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Leitið svara um fortíð, nútíð og framtíð og öðlist dýpri skilning á ykkur sjálfum með aðstoð tarotspila norrænna goðsagna. Spil og bók með ítarlegum skýringum, fróðleik og tarotlögnum.
Tarotspil norrænna goðsagna Kristín Ragna Gunnarsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Leitið svara um fortíð, nútíð og framtíð og öðlist dýpri skilning á ykkur sjálfum með aðstoð tarotspila norrænna goðsagna. Spil og bók með ítarlegum skýringum, fróðleik og tarotlögnum.
Valkyrjusaga Kristín Ragna Gunnarsdóttir Bókabeitan Ríkulega myndlýst ævintýri! Kötlu leiðist því Máni, besti vinur hennar, er á ferðalagi um Kína. Svo eru amma klettur og göldrótt systir hennar búnar að leggja undir sig heimilið. En Katla kemst í nýstofnað fótboltalið og sumarfríið tekur óvænta stefnu þegar sex valkyrjur úr goðheimum mæta á svæðið.