Norrlands Akvavit

Forsíða bókarinnar

Á fimmta áratug 20. aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof stórt hlutverk. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá er allt breytt í Vesturbotni – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit. — Einstök skáldsaga eftir sænska stílsnillinginn Torgny Lindgren.

.....

Á fimmta áratug tuttugustu aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof Helmersson stórt hlutverk. Hann var þekktur fyrir kraftmiklar predikanir, auk þess sem hann var ákafur baráttumaður fyrir bættri tannhirðu. Þegar vakningaraldan tók að dvína hvarf presturinn á braut og enginn vissi hvað um hann varð. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá var allt breytt í innsveitum Vesturbotns – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit.

Torgny Lindgren (1938–2017) var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna árið 1991.