Höfundur: Torgny Lindgren

Norrlands Akvavit

Á fimmta áratug 20. aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof stórt hlutverk. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá er allt breytt í Vesturbotni – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit. — Einstök skáldsaga eftir sænska stílsnillinginn Torgny Lindgren.