Nú er nóg komið!

Þó að Vigdís Fríða þurfi að húka heima í sóttkví er alveg óþarfi að láta sér leiðast! Það má alltaf finna sér verkefni, svo sem að reka sjoppu eða njósna um nágranna sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Spennandi og sprenghlægilegt sjálfstætt framhald Hingað og ekki lengra! sem var tekið fagnandi, bæði af ungum lesendum og gömlum gagnrýnendum.