Nú er þér óhætt að fara heim

Forsíða bókarinnar

Nina Karim er rannsóknarlögreglukona sem rannsakar nokkur morðmál sem tengjast ákveðnu kvennaathvarfi. Nina á sjálf óuppgert mál frá táningsárum sínum en faðir hennar var myrtur af leyniskyttu, andstæðingi þungunarrofs. Spennusaga um ofbeldi, niðurlægingu, heiður, morð og hefndarþorsta.