Höfundur: Ari Blöndal Eggertsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Komdu nær Sara Gran Hringaná ehf. Óútskýranleg hljóð heyrast í húsinu, skrítnir atburðir gerast í vinnunni, endurteknir draumar um seiðandi en skelfilega kvenveru sem kallast Naamah. Eru þetta merki um geðveiki eða er Amanda, arkitekt sem telur sig hamingjusamlega gifta, hýsill kvendjöfuls aftan úr forneskju?
Kæri læknir Eða Saga um tittling Katharina Volckmer Hringaná ehf. Í London opnar ung kona sig fyrir lækninum sínum. Hún fæddist og ólst upp í Þýskalandi og hefur búið í Englandi í nokkur ár, staðráðin í að slíta sig frá fjölskyldu sinni og uppruna. Í hárbeittri einræðu sinni fer hún m.a. með lesandann í ferð um ævi sína og heima stórfurðulegra kynlífsóra.
Nú er þér óhætt að fara heim Michael Elias Hringaná ehf. Nina Karim er rannsóknarlögreglukona sem rannsakar nokkur morðmál sem tengjast ákveðnu kvennaathvarfi. Nina á sjálf óuppgert mál frá táningsárum sínum en faðir hennar var myrtur af leyniskyttu, andstæðingi þungunarrofs. Spennusaga um ofbeldi, niðurlægingu, heiður, morð og hefndarþorsta.
Tíminn sem týndist Julia Dahl Hringaná ehf. Sakamálasaga. Claudia Castro er 19 ára listhneigður nýnemi í háskóla. Hún hefur allt til að bera: fræga fjölskyldu, digran sjóð og þúsundir fylgjenda á Instagram. En eitt örlagaríkt kvöld er henni byrlað ólyfjan og nauðgað af tveimur karlmönnum. Claudia Castro hyggur á hefndir.