Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ný jörð

Að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns

  • Höfundur Eckhart Tolle
  • Þýðandi Sigurður Skúlason
Forsíða bókarinnar

Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi.

Metsölubækur Eckharts Tolle, Krafturinn í núinu og Ný jörð, eru almennt álitnar tvær áhrifamestu bækur um andleg málefni á okkar tímum.

„Grundvallarrit um andlegt líf. Þessi bók er ein mesta gersemi sem ég hef lesið.“

Oprah Winfrey

„Önnur hlið á hinu sameiginlega vanhæfi mannshugans er fáheyrt ofbeldið sem maðurinn beitir önnur lífsform og plánetuna sjálfa – eyðing skóga sem framleiða súrefni og annars gróðurs og dýralífs, ill meðferð dýra í verksmiðjubúum, eitrun fljóta, hafs og lofts. Knúinn áfram af græðgi, óvitandi um tengsl sín við heildina, æðir maðurinn stöðugt áfram og verði ekki breyting þar á hlýtur það að enda með tortímingu hans sjálfs.“

Eckhart Tolle

„Ný jörð er bók sem á brýnt erindi nú sem endranær, en kannski brýnna nú en nokkru sinni fyrr. Og þessi bók fjallar um þig. Hún mun vekja þig og breyta vitundarástandi þínu, annars er hún gagnslaus. Bók sem tekur á grundvallarspurningum lífsins: Hver er ég? Hver er tilgangur minn í þessum líkama hér á jörð?“

Sigurður Skúlason