Öðruvísi – ekki síðri

Forsíða bókarinnar

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla. Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.