Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir

Öðruvísi – ekki síðri

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla. Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gísl Clare Mackintosh Forlagið - JPV útgáfa Stuttu eftir flugtak frá London til Sidney fær flugfreyjan Mina hrollvekjandi skilaboð. Einhver ætlar að sjá til þess að flugvélin komist ekki á áfangastað – og krefst þess að hún taki þátt í því. Sá hinn sami veit hvernig hann getur þvingað Minu til verksins. Hörku spennudrama frá margverðlaunaða metsöluhöfundinum Clare Mackintosh.
Listin að vera fokk sama Óhefðbundinn leiðarvísir að betra lífi Mark Manson Forlagið - JPV útgáfa Sumar sjálfshjálparbækur hvetja lesandann til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, aðrar segja okkur að allt fari vel ef við bara óskum þess nógu heitt. Ekki þessi bók. Höfundinum er fokk sama um alla jákvæðni og góða strauma. Bókin mun ekki losa þig undan vandamálum þínum eða þjáningum. En þér gæti orðið fokk sama um þau.
Maía og vinir hennar Larysa Denysenko Forlagið - Vaka-Helgafell Maía er ósköp venjuleg úkraínsk stelpa. Hún er í fjórða bekk og bekkjarsystkin hennar eru alls konar og koma úr ólíkum fjölskyldum. En það skiptir ekki öllu máli hversu margar mömmur eða pabba maður á. Mestu varðar að virða aðra og láta sér þykja vænt um þá. Og öll börn eiga skilið að vera umleikin ást.
Sprakkar Kvenkyns skörungar Íslands og hvernig þær leitast við að breyta heiminum Eliza Reid Forlagið - JPV útgáfa Eliza Reid hefur unnið við blaðamennsku, ritstjórn og ritstörf og varð árið 2016 forsetafrú. Hér fjallar hún um þá stöðu sína og segir frá sjálfri sér. Þær sögur fléttast saman við frásagnir viðmælenda hennar, sem eru konur á ólíkum sviðum þjóðlífsins, og rifjaðar eru upp sögur af nokkrum þekktum kvenskörungum.
Þernan Nita Prose Forlagið - JPV útgáfa Þernan Molly Gray er frábær í sínu starfi en hún á það til að misskilja og rangtúlka aðra og hefur engan lengur til að hjálpa sér að skilja heiminn eftir að amma hennar deyr. Þegar auðkýfingur einn finnst látinn í herbergi sínu og grunur fellur á Molly eru góð ráð dýr en hún kemst að raun um það hverjir eru vinir hennar í raun – og hverjir ekki.