Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Og nú ertu kominn aftur

Forsíða kápu bókarinnar

Töfrandi kvöld í Feneyjum. Didi verður ástfangin upp fyrir haus – en ástmaðurinn lætur sig hverfa án þess að kveðja.

Þrettán árum síðar hittir Didi hann aftur.

Enn er líf í glóðum ástarinnar en Didi er staðráðin í að láta ekki afvegaleiðast. Hún er hótelstýra á frábæru hóteli í Cotswolds á Englandi, hamingjusöm og farin að undirbúa brúðkaupið sitt.

En erfitt reynist að halda tilfinningunum í skefjum. Og gömul leyndarmál setja óvænt strik í reikninginn ...

Enski verðlaunahöfundurinn Jill Mansell hefur selt meira en 13 milljónir eintaka af bókum sínum – og er einn allra vinsælasti höfundur ljúflestrarbóka í heiminum.

Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

„Eins og lítil sólskinsbomba – upplífgandi, hugljúf og einstaklega notaleg.“ – Sophie Kinsella

„Grípandi og með ólíkindum notaleg.“ – Marian Keyes

* * * * * „Stórkostleg, dásamleg lesning með persónum sem maður elskar og samsamar sig við.“ – Molly Johnson