Orðasafn í stjórnarháttum fyrirtækja

Forsíða bókarinnar

Stjórnarhættir fyrirtækja er nýleg fræðigrein sem nær yfir viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, siðfræði og félagsfræði. Skilgreiningar á stjórnarháttum fyrirtækja eru margar en í breiðasta skilningi fjalla þeir um skipulag á starfsemi fyrirtækja og þær reglur, ferla og venjur sem stuðst er við í stjórnun fyrirtækja.