Höfundur: Runólfur Smári Steinþórsson

Orðasafn í stjórnarháttum fyrirtækja

Stjórnarhættir fyrirtækja er nýleg fræðigrein sem nær yfir viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, siðfræði og félagsfræði. Skilgreiningar á stjórnarháttum fyrirtækja eru margar en í breiðasta skilningi fjalla þeir um skipulag á starfsemi fyrirtækja og þær reglur, ferla og venjur sem stuðst er við í stjórnun fyrirtækja.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Rannsóknir í viðskiptafræði II Háskólaútgáfan Í 13 köflum segja 23 höfundar frá rannsóknum í heilbrigðisgeira, málefnum innflytjenda, kvikmyndageira, neytendamálum, orkugeira og sjávarútvegi. Einnig er fjallað um ýmis viðfangsefni á sviði þjónustu tengt fjármálafyrirtækjum, vátryggingarfyrirtækjum og stafrænum viðskiptum.
Rannsóknir í viðskiptafræði III Háskólaútgáfan Rannsóknir í viðskiptafræði er ritröð þar sem birtir eru ritrýndir kaflar um rannsóknir á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er á ferðinni þriðja bókin í ritröðinni. Fyrsta bókin, Rannsóknir í viðskiptafræði I, kom út á árinu 2020 og Rannsóknir í viðskiptafræði II kom svo út snemma árs 2022.