Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Orri óstöðvandi:

Kapphlaupið um silfur Egils

  • Höfundur Bjarni Fritzson
Forsíða bókarinnar

Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á það þegar mamma og pabbi tilkynntu okkur Möggu að við værum að fara í gamaldags útilegu. En úr varð ein rosalegasta ferð allra tíma. Við tjölduðum við hliðina á andstyggilegum náunga sem við urðum að kenna smá lexíu, rákumst á sótilla þýska túrista, lentum í fingralöngum Fransmanni og glímdum við stórhættulegan hóteldraug, allt
meðan við leituðum að frægasta fjársjóði Íslandssögunnar. Ég vil alls ekki ljóstra of miklu upp en
þetta er klárlega mín besta bók hingað til.