Orri verður óstöðvandi

Forsíða kápu bókarinnar

Nú er loksins komið að því sem þú ert búinn að bíða eftir. Ég ætla að spóla nokkur ár aftur í tímann og segja þér hvernig ég breyttist úr stresskallinum Orra í ofurhetjuna Orra óstöðvandi. Í raun og veru hefði þessi bók átt að vera fyrst í röðinni, en ég varð að bíða með hana. Hún er nefnilega svo rosalega svakaleg.

„Skyndilega stóð ég frammi fyrir stærstu áskorun lífs míns og ef einhvern tíma var þörf á Orra óstöðvandi þá var það núna. Ég lokaði augunum og umbreytti mér í ofurhetjuna sem hafði þjónað mér svo vel hingað til.“

KÆRI LESANDI

Nú er loksins komið að því sem þú ert búinn að bíða eftir. Ég ætla að spóla nokkur ár aftur í tímann og segja þér hvernig ég breyttist úr stresskallinum Orra Gunnarssyni í ofurhetjuna Orra óstöðvandi. Í raun og veru hefði þessi bók átt að vera fyrst í röðinni, en ég varð að bíða með hana. Hún er nefnilega svo rosalega svakaleg, að ég varð að vera viss um að þú værir tilbúinn. Og nú, sjö bókum síðar, veit ég að þú ert klár.