Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Óseldar bækur bóksala

Forsíða kápu bókarinnar

Bærinn Wigtown í Skotlandi er paradís bókaunnenda. Shaun Bythell er einn af bóksölunum í Wigtown. Búðin hans, The Bookshop, er stærsta fornbókabúð Skotlands í gömlu húsi með níu stórum herbergjum stútfullum af bókum. Bækur Shauns um bókalífið í fornbókabúðinni hans hafa slegið í gegn víða um heim.

Óseldar bækur bóksala er þriðja bókin eftir hann sem kemur út á íslensku en hinar tvær, Dagbók bóksala og Játningar bóksala, hafa fengið hinar bestu viðtökur.

Í þessum skemmtilegu bókum er brugðið upp lifandi myndum af mannlegum samskiptum í bókabúðinni, furðufuglunum sem þar reka inn nefið, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.

„Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

„Snilldarlegar bækur.“ – Guardian

„Með allra skemmtilegustu minningum bóksala sem ég hef lesið.“ – New York Times

„Hrífandi.“ – London Review of Books