Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ótemjur

  • Höfundur Kristín Helga Gunnarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Amma Fló deyr á þrettán ára afmælisdegi Lukku. Hún þarf því að flýja skuggaverurnar, koma sér burt úr Hyldýpinu og gera sínar eigin áætlanir. Það er ekki einfalt því í hana toga dularfullir skagfirskir kraftar.

Örlagasaga eftir einn vinsælasta rithöfund landsins.

,,Stæk og þung fýla æddi á móti Lukku þegar hún opnaði íbúðina. Ólýsanlegur fnykur af alls konar ógeði. ... Þær amma höfðu áður komið að Hyldýpinu eftir að Stína og skuggaverurnar höfðu yfirtekið það í fjarveru þeirra. Nú virtust hrísgrjón hafa brunnið á eldavélinni. Vindlareykur liðaðist um svo blá móða lá yfir holinu. Hún fann lykt af áfengi og jafnvel pissulykt og einhver hlaut líka að hafa kastað upp. Rósa ýtti henni inn."

Amma Fló deyr á þrettán ára afmælisdegi Lukku. Hún þarf því að flýja skuggaverurnar, koma sér burt úr Hyldýpinu og gera sínar eigin áætlanir. Lukka tekur stefnuna á Benidorm og dreymir um að temja höfrunga. En þá þarf hún að komast burt sem laumufarþegi . Það er ekki einfalt því í hana toga dularfullir skagfirskir kraftar.

Ótemjur er örlagasaga um leitina að öryggi, ást og uppruna.

Kristín Helga Gunnarsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og bækur hennar hlotið margvísleg verðlaun og tilnefningar.